Innlent

Bein út­sending: Af­hjúpa leyndar­dóm höfuðskeljarinnar í Ráð­herra­bú­staðnum

Árni Sæberg skrifar
Hauskúpubrotin eru um og yfir tíu sentímetra í þvermál. Flest er enn á huldu um eiganda höfuðkúpunnar.
Hauskúpubrotin eru um og yfir tíu sentímetra í þvermál. Flest er enn á huldu um eiganda höfuðkúpunnar. Vísir/Einar

Íslensk erfðagreining hefur lokið við að rannsaka höfuðskeljarnar sem fundust í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Mannerfðafræðingar fyrirtækisins kynna niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi klukkan 13.

Mannerfðafræðingarnir Agnar Helgason og Sunna Ebenesersdóttir munu gera forsætisráðherra grein fyrir rannsókninni og niðurstöðum hennar í Ráðherrabústaðnum í dag, föstudaginn 15. desember klukkan 13:00. Fylgjast má með kynningunni í beinni útsendinu í spilaranum hér að neðan.

Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum í risi bústaðarins í september síðastliðnum. Fram hefur komið að hauskúpan sé líklegast af smávaxinni konu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannaði í framhaldinu hjá Íslenskri erfðagreiningu hvort unnt væri að rannsaka uppruna beinanna með erfðagreiningu.


Tengdar fréttir

Agnar og Sunna ráða gátuna

Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er.

Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum

Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×