Lífið

Ferskju­litaður hýjungur litur ársins

Lovísa Arnardóttir skrifar
Litur ársins er ferskjulitaður.
Litur ársins er ferskjulitaður. Mynd/Pantone

Pantone hefur nú tilkynnt um lit ársins 2024. Liturinn kallast á ensku Peach Fuzz þýðir hýjungur. Peach er ferskja og liturinn í þeim tón. 

Í frétt á vef Time um litinn segir að hann eigi að minna fólk á að hægja á sér og að hugsa vel um sjálfa sig og hvort annað. Rómantískt nafn litarins er svo sagt í takt við margþætt blæbrigði hans.

Framkvæmdastjóri Pantone litastofnunarinnar, Leatrice Eiseman, segir í viðtali við Time að liturinn sé viðeigandi og endurspegli grunnþarfir mannsins og þrár hans á krefjandi tímum. Hún segir að við upphaf nýs árs sé gott að líta til þess að hugtakið um lífsstíl sé að taka breytingum.

„Við höfum lifað á umrótatímum að miklu leyti og afleiðing þess er að við höfum meiri þörf fyrir næringu, hluttekningu og samúð á sama tíma og við ímyndum okkur friðsælli framtíð.“

Þá segir hún litinn eiga að liturinn eigi að minna fólk á mannlegar upplifun með áherslu á andlega og líkamlega heilsu. Frá hlýju litum sólarupprásarinnar til kósí stunda með teppi. Liturinn eigi að tákna innri ró og þörf á tengslum og samfélagi.

„Við höfum verið minnt á það að mikilvægur hluti þess að lifa góðu og innihaldsríku lífi er að vera við góðu heilsu og að hafa þrek og styrk til að njóta þess,“ sagði Eiseman.

Í ár eru 25 ár frá því að litur ársins var fyrst valinn hjá Pantone. Litur ársins í ár var Magenta eða blárauður litur.


Tengdar fréttir

And­stæður mætast í litum næsta árs hjá Pantone

Fyrirtækið Pantone hefur afhjúpað liti ársins 2021, en aldrei þessu vant eru þeir tveir að þessu sinni sem hefur aðeins gerst einu sinni á þeim tveimur áratugum sem litur ársins hefur verið valinn. Á síðasta ári var blái liturinn Classic Blue valinn litur ársins 2020, en nú mætast andstæður í litavalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×