Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Vinnslustöðvarinnar í eyjum að kaupa búnað sem breytir sjó í drykkjarhæft vatn.

Þrír slíkir gámar hafa verið keyptir og von er á hinum fyrsta til Eyja á milli jóla og nýárs. 

Þá heyrum við í borgarstjóra en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að unglingar í borginni skuli mæta seinna í skólann frá og með næsta hausti í þeim tilgangi að reyna að bæta svefn barnanna.

Að auki fjöllum við um ástandið á Gasa og segjum frá því að Neytendastofu hafa borist fjöldi tilkynninga um auglýsingar sem eru ekki á íslensku.

Í íþróttapakkanum fjöllum við síðan um árangur íslensku keppendanna á EM í sundi sem nú stendur yfir auk þess sem körfuboltaleikir gærdagsins verða gerðir upp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×