Innlent

Guðni þögull sem gröfin fram á ný­árs­dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðni lyfti lóðum í opinberri heimsókn sinni til Reykjavíkur á dögunum. Hér er hann með íþróttagörpum í Fylkisheimilinu í Árbæ.
Guðni lyfti lóðum í opinberri heimsókn sinni til Reykjavíkur á dögunum. Hér er hann með íþróttagörpum í Fylkisheimilinu í Árbæ. Vísir/Vilhelm

Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu.

Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu.

Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Fréttastofa sendi Guðna fyrirspurn og spurði hvenær von væri á tilkynningu og hvort tilefni væri til að upplýsa fyrr en síðar um plönin til að gæta sanngirni gagnvart þeim sem væru að máta sig við forsetastól.

„Í nýársávarpi 1. janúar 2020, á lokavetri síðasta kjörtímabils, kynnti ég áform mín í þessum efnum og geri fastlega ráð fyrir að hafa sama hátt á að þessu sinni,“ sagði í skriflegu svari Guðna til fréttastofu.

Enginn hefur tilkynnt um framboð til forseta Íslands á næsta ári.


Tengdar fréttir

Sigríður Hrund íhugar framboð til forseta Íslands

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir, eigandi Vinnupalla ehf. og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, liggur undir feldi varðandi mögulegt forsetaframboð á nýju ári. Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín fyrr en í áramótaávarpi sínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×