Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við bæjarstjórann í Grindavík sem segir að enn hafi ekki tekist að tryggja tæplega 400 íbúum bæjarins öruggt húsnæði um jólin.

Hann segir að allt sé reynt til að tryggja fólkinu húsnæði til lengri tíma.

Harðar árásir hafa verið gerðar á Jabalia flóttamannabúðirnar á Gasa í morgun sem Ísraelar haf umkringt.

Þá fjöllum við um deilu Isavia og flugumferðastjóra sem hafa boðað til verkfallsaðgerða í síðustu viku. 

Að auki segjum við frá umræðum á Alþingi í morgun um airbnb íbúðir. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um leik íslenska kvennalandsliðsins í Forsetabikarnum svokallaða síðar í dag og farið yfir úrslitin í enska boltanum í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×