Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður fjallað um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var í morgun.

Þar segir meðal annars að fjármálaskilyrði hafi versnað en Seðlabankastjóri segir að mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins sem gæti leitt til þess að það dragi hraðar úr verðbólgunni.

Við fjöllum áfram um PISA könnunina og ræðum við aðstoðarskólastjóra í Réttarholtsskóla sem furðar sig á viðbrögðum menntamálayfirvalda við niðurstöðu hennar en Ísland kemur afar illa út úr samanburði við hin Norðurlöndin og raunar flest OECD ríkin einnig.

Einnig segjum við frá nýrri könnun ÖBÍ sem sýnir fram á að stór hluti fatlaðs fólks hér á landi býr við sára fátækt.

Og í íþróttapakkanum verður fjallað um sigur Íslands á Danmörku í gærkvöldi sem þýddi að Ólympíudraumur danska kvennalandliðsins er úti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×