Lífið

Georg í Sigur Rós selur slotið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu á sölu.
Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu á sölu. Skjáskot

Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir.

Húsið er 212 fermetrar að stærð á tveimur hæðum ásamt kjallara. Húsið var byggt árið 1936 en hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár. 

Húsið var byggt árið 1936.Híbýli fasteignasala

Heimilið er hlýlegt og bjart búið fallegum mublum og litríkum innanstokksmunum. Auk þess er fjölmörg og fjölbreytt listaverk sem prýða veggina.

Í eldhúsi er rúmgóð viðarinnrétting með góðu skápaplássi, tvöfaldri quartz borðplötu og stórri eyju sem hægt er að sitja við. Á gólfi eru svartar og hvítar flísar sem gefa rýminu sjarmerandi yfirbragð.

Eldhúsið var endurnýjað árið 2013.Híbýli fasteignasala
Híbýli fasteignasala

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu, þaðan er útgengt á suðursvalir og snyrtilegan garð. Fjögur svefnherbergi eru í eigninni, tvö baðherbergi með möguleika á því þriðja og flísalagt þvottahús með baðkari.

Við húsið er vel gróinn garður með sólpalli og glerhýsi með kamínu þar sem hægt væri að rækta grænmeti og ávexti.

Borðstofan er björt og smart.Híbýli fasteignasala
Opið er við eldhús og setustofu.Híbýli fasteignasala
Fjögur svefnherbergi eru í húsinu.Híbýli fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×