Erlent

Mikill eldur í spítala í Sví­þjóð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikill viðbúnaður er á staðnum en þessi mynd er úr safni.
Mikill viðbúnaður er á staðnum en þessi mynd er úr safni. Nils Petter Nilsson/Getty Images

Mikill eldur kom upp í gömlu sjúkrahúsi í smábænum Rävlanda skammt frá Gautaborg í Svíþjóð í morgun. Segir í sænskum fjölmiðlum að um stórbruna sé að ræða og er grunur að um íkveikju sé að ræða.

Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins kemur fram að töluverður fjöldi slökkviliðsmanna hafi verið kallaður út vegna brunans. Þá hefur almenningur á svæðinu verið beðinn um að halda sig innandyra þar sem mikinn reyk leggur yfri svæðið.

SVT hefur eftir Bosse Florell, varðstjóra slökkviliðs á vettvangi, að byggingin sé gríðarlega stór. Störf slökkviliðs muni taka sinn tíma.

Lögreglan er auk þess á svæðinu og segir hún að ekki sé hægt að útiloka að um íkveikju hafi verið að ræða. Ekki er ljóst hvort meiðsl hafi orðið á fólki.

Í frétt sænska ríkisútvarpsins kemur fram að um sögufræga byggingu sé að ræða. Svæðið í kringum húsið sé um sjötíu þúsund fermetrar en til stendur að byggja íbúðahúsnæði á lóðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×