Innlent

Vélinni snúið við á miðri leið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vélinni var snúið við vegna veðurs.
Vélinni var snúið við vegna veðurs. Vísir/Vilhelm

Flugvél Icelandair á leið til Þýskalands var snúið við vegna veðurs í morgun.

Vélin var á leið til München í Þýskalandi en vegna veðurs á áfangastað var tekin ákvörðun um að snúa henni við á miðri leið. Varað hefur verið við miklum snjóþyngslum í suðurhluta Þýskalands. Mbl greindi fyrst frá.

Vélin fór í loftið klukkan 07:25 í morgun samkvæmt upplýsingum á vef ISAVIA, en flugtími til München er um fjórar klukkustundir. 

Upplýsingafulltrúi ISAVIA hafði ekki frekari upplýsingar um málið. 

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að vegna veðursins verði flugvöllurinn í München lokaður þangað til á morgun. 

„Við erum við bara að vinna í því að finna lausnir fyrir farþegana og erum að skoða hvort við þurfum stærri vél á morgun,“ segir Ásdís.

Unnið sé að því að finna lausnir fyrir farþega sem hafi átt flug til München og þá sem hafi átt bókað flug til baka. 

„Við erum bara að vinna í því að leysa það, þetta ætti að vera komið í lag í fyrramálið,“ segir Ásdís.

Fréttin var uppfærð klukkan 12:18 með upplýsingum frá Icelandair.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×