Erlent

50 ára af­mæli D&D fagnað með frí­merkjum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Frímerkin sýna þekktar hetjur, skrýmsli og bardaga.
Frímerkin sýna þekktar hetjur, skrýmsli og bardaga. USPS

Póstþjónustan í Bandaríkjunum (USPS) hefur ákveðið að gefa út frímerkjasett til að marka 50 ára afmæli hlutverkaspilsins Dungeons & Dragons. Um verður að ræða 20 frímerkja örk, með 10 mismunandi myndum.

Á frímerkjunum verður að finna gamlar teikningar sem allir aðdáendur D&D ættu að kannast við; af hetjum, skrýmslum og bardögum.

Frímerkin koma út á næsta ári.

Dungeons & Dragons er fyrir löngu orðið heimsþekkt en það er gefið út af Wizards of the Coast, sem nú er dótturfyrirtæki Hasbro. Wizards of the Coast keypti fyrirtækið TSR, sem upphaflega gaf út D&D, árið 1997 og eignaðist réttin að Pokémon safnspilinu árið 1998.

Wizards of the Coast gefur einnig út Magic: The Gathering.

Tölvuleikirnir Baldur's Gate og Neverwinter Nights gerast í Forgotten Realms, sem er heimur D&D kerfinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×