Lífið

Cheers og ER leik­konan Frances Sternhagen látin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sternhagen lætur eftir sig sex börn, níu barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Sternhagen lætur eftir sig sex börn, níu barnabörn og tvö barnabarnabörn. EPA

Bandaríska leikkonan Frances Sternhagen, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers og ER, er látin 93 ára að aldri.

Í tilkynningu frá aðstandendum Sternhagen segir að leikkonan hafi látist á mánudaginn af náttúrulegum orsökum. 

Sternhagen fór með hlutverk í sjónvarpsþáttunum ER, þar sem hún fór með hlutverk Millicent Carter, ömmu læknisins Dr. Carter. Þá fór hún með hlutverk Estherar Clavin í sjónvarpsþáttunum Cheers. Sternhagen hlut tvær Emmy-tilnefningar fyrir þann leik. 

Leikkonan hlaut einnig Emmy-tilnefningu fyrir leik sinn í þáttunum Sex and the City, þar sem hún fór með hlutverk Bunny McDougal, móður Trey MacDougal, sem leikinn er af Kyle MacLachlan. 

Auk framkomu í sjónvarpsþáttum og bíómyndum átti Sternhagen að baki sér langan feril á leiksviði. Hún sýndi fjölda sýninga í leikhúsinu Broadway í New York-borg og hlaut sjö tilnefningar til Tony-verðlaunanna. Þar af hlaut hún verðlaunin í tvígang, fyrst fyrir leik sinn í sýningunni The Doctor og síðar fyrir sýninguna The Heiress. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×