Handbolti

HM hófst með dramatík í Stafangri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Austurríska liðið fagnar dramatískum sigri.
Austurríska liðið fagnar dramatískum sigri. Vísir/EPA

Austurríki og Suður-Kórea mættust í Stavangri en auk þerra eru Norðmenn og Grænland í sama riðli.

Leikurinn var spennandi en Austurríki leiddi 16-12 í leikhléi. Í síðari hálfleik minnkuðu leikmenn Suður-Kóreu muninn jafnt og þétt og lokamínúturnar voru æsispennandi.

Suður-Kórea minnkaði muninn í eitt mark þegar rúmar 40 sekúndur voru eftir. Austurríki tók leikhlé með 24 sekúndur á klukkunni en misstu boltann og Suður-Kórea jafnaði í 29-29 þegar níu sekúndur voru eftir.

Það var hins vegar nægur tími fyrir lið Austurríki. Þær náðu í vítakast á lokasekúndu leiksins og úr því skoraði Katarina Pandza sigurmarkið og tryggði Austurríki 30-29 sigur.

Pandza var markahæst í liði Austurríki með 8 mörk og Patricia Kovács skoraði 7. Bitna Woo skoraði 11 mörk fyrir Suður-Kóreu.

Það var hins vegar öllu minni spenna í leik Brasiliu og Úkraínu. Brasilíska liðið var með 17-10 forystu í hálfleik og vann að lokum fimmtán marka sigur. Lokatölur 35-20.

Bruna Almeida De Paula og Mariana Costa skoruðu báðar 7 mörk fyrir Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×