Fótbolti

Girona mis­tókst að endur­heimta topp­sætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Inaki Williams tryggði gestunum í Athletic Balbao stig.
Inaki Williams tryggði gestunum í Athletic Balbao stig. David Ramirez/Quality Sport Images/Getty Images

Liðsmenn Girona þurftu að sætta sig við jafntefli er liðið tók á móti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1, en úrslitin þýða að Girona nær ekki að endurheimta toppsæti deildarinnar.

Girona hefur komið öllum á óvart í upphafi tímabils á Spáni og hefur liðið vermt toppsæti deildarinnar stóran hluta í fyrstu 13 umferðunum.

Útlitið var gott fyrir heimamenn í Girona þegar Úkraínumaðurinn Viktor Tsygankov kom liðinu í forystu á 55. mínútu, en Inaki Williams jafnaði metin fyrir gestina rúmum tíu mínútum síðar og þar við sat.

Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Girona situr því í öðru sæti deildarinnar með 35 stig eftir 14 leiki, jafn mörg og topplið Real Madrid en með verri markatölu. Atletic Bilbao situr hins vegar í fimmta sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×