Innlent

Öku­maður á slævandi lyfjum olli tveimur ó­höppum

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn olli óhöppunum í morgun.
Maðurinn olli óhöppunum í morgun. Vísir/Vilhelm

Í morgun varð ökumaður valdur að tveimur umferðaróhöppum. Sá hélst vart vakandi þegar lögregla hafði afskipti af honum og viðurkenndi að hafa neytt slævandi efna áður en hann settist undir stýri.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir daginn segir að málið sé í rannsókn.

Þar segir einnig frá glöggum vegfaranda sem varð þess var þegar maður kom fíkniefnum fyrir í runna í hverfi 105 í Reykjavík. Hann hafi tilkynnt lögreglu um athæfið, sem hafi nálgast efnin og haldlagt þau. Málið sé til rannsóknar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×