Sport

Þurfti að rýma mynd­verið í beinni út­sendingu

Aron Guðmundsson skrifar
Scott Hanson hefur notið mikillar hylli sem umsjónarmaður NFL Red Zone
Scott Hanson hefur notið mikillar hylli sem umsjónarmaður NFL Red Zone Vísir/Getty

Scott Han­son og fé­lagar hans í NFL Red Zone þurftu að hafa hraðar hendur í gær­kvöldi í beinni út­sendingu þegar að bruna­bjalla í höfuð­stöðvum þáttarins fór í gang.

NFL Red Zone færir á­horf­endum sleitu­­lausa út­­sendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnu­­dögum í um það bil sjö klukku­­stundir án aug­­lýsinga. Þar er sýnt frá öllu því mark­verðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa út­sendingu á sjón­varps­skjáum lands­manna á Stöð 2 Sport.

Oftar en ekki ganga þessar út­sendingar á­falla­laust fyrir sig undir stjórn Scott Han­son en í gær­kvöldi fór af stað at­burða­rás sem hann einn réði ekki við. Han­son var í miðju kafi að lýsa at­viki í einum leik NFL deildarinnar þegar að á­horf­endur heyrðu í bruna­bjöllu fara af stað.

„Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að bruna­bjallan myndi þagna,“ segir Scott Han­son í sam­tali við The At­hletic. „Þegar að hún hélt á­fram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá á­horf­endum. Ég sagði við þá að bruna­bjallan myndi brátt þagna og baðst af­sökunar á trufluninni. Í sömu and­rá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródú­s­entinum að um raun­veru­lega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá á­horf­endum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“

Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þátta­stjórnandinn hefur þurft að slíta um­fjöllun sinni í miðri út­sendingu.

Mynd­band af at­vikinu má sjá hér fyrir neðan:

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×