Fótbolti

Sjálfs­mark bjargaði stigi fyrir Barcelona

Siggeir Ævarsson skrifar
Stundum er ekki annað hægt en að yppa öxlum yfir fótboltaguðunum
Stundum er ekki annað hægt en að yppa öxlum yfir fótboltaguðunum Vísir/Getty

Rayo Vallecano tók á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í dag en bæði lið þurftu sárlega á öllum þremur stigunum að halda.

Barcelona er í harðri toppbaráttu við Girona og Real Madrid en Rayo er í 8. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti.

Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Unai López í annars frekar tíðindalitlum hálfleik.

Barcelona var töluvert meira með boltann, 67 prósent, en heimamenn vörðust vel og af hörku. Sú varnarbarátta virtist ætla að skila tilætluðum árangri en á 82. mínútu varð Florian Lejeune fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að halda fyrirgjöf frá markahróknum Robert Lewandowski.

1-1 lokatölur leiknum og bæði lið munu eflaust gráta töpuð stig í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×