Innlent

Blóðug barna­föt við Al­þingi

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Snúrur voru strengdar í trén í Alþingisgarðinum og barnaföt hengd upp til minningar um þau börn sem hafa farist á Gaza.
Snúrur voru strengdar í trén í Alþingisgarðinum og barnaföt hengd upp til minningar um þau börn sem hafa farist á Gaza. Aðsend

Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í dag þar sem haldinn var gjörningur til stuðnings börnunum á Gaza á vegum félagsins Ísland-Palestína. Félagið mun standa fyrir viðburðum tengdum Palestínu á hverjum degi það sem eftir lifir nóvember mánaðar.

Snúrur voru strengdar í trén í Alþingisgarðinum þar sem hengd voru upp barnaföt til minningar um þau börn sem hafa farist á Gaza. Aðgerðarhópurinn sem stóð að gjörningnum krefst vopnahlés og afgerandi stuðningi stjórnvalda þess efnis.

Félagið krefst þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og beiti sér fyrir viðskiptaþvingunum.Aðsend
Meðalaldur barna sem látist hafa á Gaza er fimm ár.Aðsend
Viðburðurinn var haldinn til minningar um börn sem hafa látist í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs.Aðsend

Á morgun er ljósaganga til stuðnings Palestínu fyrirhuguð. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 16, að Alþingi. „Á leiðinni verður gengið framhjá minningarvegg við Vegamótastíg þar sem hægt verður að leggja niður blóm, bangsa eða kerti," af því er fram kemur í Facebook viðburði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×