Fótbolti

Krefst þess að Al­ves fái níu ára fangelsis­dóm

Aron Guðmundsson skrifar
Dani Alves var í landsliðshópi Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Katar í fyrra
Dani Alves var í landsliðshópi Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Katar í fyrra

Saksóknari á Spáni krefst níu ára fangelsisvistar yfir Dani Alves, fyrrum leikmanni Barcelona og landsliðsmanni Brasilíu í fótbolta fyrir meint kynferðisbrot hans sem hann hefur verið ákærður fyrir. 

Það er BBC sem greinir frá en kynferðisbrotið er sagt hafa átt sér stað í desember fyrir um ári síðan. 

Undanfarna mánuði hefur Alves setið í fangelsi án þess möguleika að verða látinn laus gegn tryggingu á meðan að mál hans bíður þess að fara fyrir dómstóla.

Alves var handtekinn í janúar í upphafi þessa árs vegna ásakanana um kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á næturklúbbi í Barcelona. 

Saksóknaraembættið krefst þess einnig að þegar að umræddum fangelsisdómi lýkur verði sett nálgunarbann á Alves þannig að hann geti ekki nálgast meintan þolanda og þá verði honum gert að greiða 150 þúsund evrur í skaðabætur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×