Fótbolti

Bayern aftur á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla í leik kvöldsins.
Glódís Perla í leik kvöldsins. Christof Koepsel/Getty Images

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern München þegar liðið tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu.

Glódís Perla var á sínum stað í vörn gestanna úr Bayern þegar liðið tók á móti Werder Bremen. Það tók Bayern aðeins tvær mínútur að komast yfir en markið skoraði miðvörðurinn Mia Eriksson.

Það var svo á 24. mínútu sem Katharina Naschenweng gerði svo gott sem út um leikinn. Staðan orðin 2-0 gestunum í vil og þannig lauk leiknum. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp Bayern en hún er frá vegna meiðsla og ekki er talið að hún verði klár fyrr en í mars eða apríl á næsta ári.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliði Bayer Leverkusen en hún er á láni frá Bayern. Karólína Lea spilaði nærri allan leikinn þegar Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við RB Leipzig.

Bayern er í toppsætinu með 20 stig og Wolfsburg er í 2. sæti með stigi minna. Sveindís Jane Jónsdóttir hefur ekki leikið með Wolfsburg að undanförnu en hún er einnig að glíma við meiðsli og verður ekki tilbúin fyrr en á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×