Fótbolti

Bellingham valinn besti ungi leik­maður Evrópu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jude Bellingham hefur heldur betur farið vel af stað með Real Madrid.
Jude Bellingham hefur heldur betur farið vel af stað með Real Madrid. Alex Caparros/Getty Images

Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag kjörinn besti ungi leikmaður Evrópu.

Gulldrengurinn, eða Golden Boy eins og verðlaunin heita á ensku, eru verðlaun sem veitt eru leikmanni sem er 21 árs eða yngri og hefur þótt skara fram úr í Evrópu. Verðlaunin eru einnig veitt í kvennaflokki og í ár var það hin 18 ára gamla Linda Caicedo, leikmaður Real Madrid og kólumbíska landsliðsins, sem var kjörin Gullstúlkan.

Bellingham, sem er aðeins tvítugur að aldri, gekk í raðir Real Madrid frá Borussia Dortmund í sumar og hefur vægast sagt farið vel af stað. Miðjumaðurinn hefur leikið 14 leiki fyrir Madrídinga og skorað í þeim 13 mörk.

Bellingham er fyrsti Englendingurinn til að hreppa verðlaunin síðan Raheem Sterling, núverandi leikmaður Chelsea og þáverandi leikmaður Liverpool, var kjörinn Gulldrengurinn árið 2014.

Wayne Rooney, Lionel Messi, Kilyan Mbappé og Erling Braut Haaland hafa einnig hlotið verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×