Fótbolti

Mörkin: Ungu fram­herjarnir stóðu fyrir sínu í Slóvakíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum og skoraði.
Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af bekknum og skoraði. Christian Hofer/Getty Images

Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að komast yfir hvarf íslenska liðið einfaldlega og heimamenn gengu á lagið. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru skallamarki eftir sendingu Guðlaugs Victors Pálssonar. Heimamenn skoruðu fjögur mörk áður en varamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen minnkaði muninn í 4-2.  Nær komst Ísland ekki og tveggja marka tap niðurstaðan. 

Klippa: Stórtap í Slóvakíu

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 4-2 | Sem betur fer er langt í mars

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð í kvöld að horfa upp á Slóvaka fagna sæti á EM 2024, eftir 4-2 tap Íslands í Bratislava. Fjarlægur möguleiki Íslands á að komast upp úr J-riðli er því úr sögunni fyrir lokaleikinn við Portúgal ytra á sunnudag eftir.

Twitter um tapið í Slóvakíu: Á­takan­legt og ömur­legt!

Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter.

Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland

Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári.

„Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×