Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum höldum við áfram að fjalla um hamfarirnar í Grindavík en hluta íbúanna var hleypt inn á svæðið í morgun. 

Við ræðum meðal annars við íbúa sem beið í röð eftir að komast inn á svæðið og var ósáttur með að fyrirtækin í bænum fái að fara með flutningabíla inn í bæinn til að bjarga verðmætum á meðan íbúar fái aðeins skamma stund til að grípa það helsta.

Þá heyrum við í sérfræðingum um stöðuna á jarðhræringunum nýjustu mælingar. 

Einnig greinum við frá ákæru sem gefin hefur verið út á hendur konu sem sakaði mann um nauðgun en hún hefur nú verið ákærð fyrir rangar sakargiftir. 

Að auki verður kvennaþingið í Hörpu sem fram fór í vikunni gert upp. 

Í íþróttapakka dagsins verður landsleikurinn við Slóvakíu fyrirferðarmestur en hann fer fram á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×