Fótbolti

Simeone segir Morata á pari við Haaland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Álvaro Morata er tólf marka maður á tímabilinu.
Álvaro Morata er tólf marka maður á tímabilinu. getty/Alvaro Medranda

Knattspyrnustjóri Atlético Madrid, Diego Simeone, segir að Álvaro Morata sé jafn góður og Erling Haaland. Tölurnar sýni það.

Morata hefur spilað vel fyrir Atlético í vetur og skorað tólf mörk fyrir liðið, þar af fimm í Meistaradeild Evrópu þar sem hann er markahæstur ásamt Rasmus Højlund, framherja Manchester United.

Haaland hefur aftur á móti skorað sautján mörk á tímabilinu. Þrátt fyrir það segir Simeone að tölfræði þeirra Moratas sé sambærileg.

„Álvaro Morata er á pari við Erling Haaland. Hvað mörk og tölfræði varðar er sannarlega hægt að bera þá saman,“ sagði Simeone sem skrifaði undir nýjan samning við Atlético til 2027 í síðustu viku.

Á síðasta tímabili skoraði Morata fimmtán mörk fyrir Atlético í öllum keppnum. Á meðan skoraði Haaland 52 mörk og varð þrefaldur meistari með Manchester City.

Morata og Haaland verða báðir í eldlínunni með sínum landsliðum á næstu dögum. Spánn hefur skorað 34 mörk í 68 landsleikjum fyrir Spán en Haaland 27 mörk í 28 leikjum fyrir norska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×