Innlent

Flottustu torfærubílar landsins til sýnis um helgina

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
 Formaður og varaformaður Torfæruklúbbsins, Páll Skjóldal Jónsson (t.v.) og Sigurður Ingi Sigurðsson klárir í að taka á móti gestum um helgina.
Formaður og varaformaður Torfæruklúbbsins, Páll Skjóldal Jónsson (t.v.) og Sigurður Ingi Sigurðsson klárir í að taka á móti gestum um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Allir af flottustu torfærubílum landsins verða til sýnis í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli á milli Hveragerðis og Selfoss um helgina. Það er Torfæruklúbburinn, sem stendur að sýningunni.

„Við lofum glæsilegri sýningu og frábærri dagskrá fyrir unga, sem aldna. Hér eru 45 til 50 torfærubílar af öllu landinu til sýnis, sjón er sögu ríkari,“ segir Sigurður Ingi Sigurðsson formaður Torfæruklúbbsins.

Allir af flottustu torfærubílum landsins eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Opið er frá 10:00 til 24:00 laugardaginn 11. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember verður opið frá klukkan 10:00 til 16:00. Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×