Fótbolti

Arnar Gunn­laugs og Jóhannes Karl ræddu rauða spjaldið á Rashford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford brosti þegar Donatas Rumsas dómari gaf honum rauða spjaldið.
Marcus Rashford brosti þegar Donatas Rumsas dómari gaf honum rauða spjaldið. AP/Liselotte Sabroe

Manchester United tapaði 4-3 á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í gærkvöldi en liðið var 2-0 yfir og með góð tök á leiknum þegar Marcus Rashford fékk að líta rauða spjaldið eftir aðstoð myndbandsdómara.

Meistaradeildarmessan ræddi þetta umdeilda rauða spjald en við það missti United liðið hausinn og alla stjórn á leiknum. Danirnir jöfnuðu fyrst í 2-2 og tryggðu sér sigurinn síðan með tveimur mörkum undir lokin.

„Þetta rauða spjald á Rashford. Var þetta réttur dómur, Jóhannes Karl,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson.

„Ég held að það sé mjög erfitt að segja það en þegar þetta er skoðað hægt og skoðað aftur og aftur, þá stígur hann á hann og fylgir vel í gegn,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson.

„Rashford hefur verið sakaður um að vera ekki nógu duglegur varnarlega og nenna ekki að pressa. Þarna virðist hann vera vel agressífur í því en kannski aðeins of agressífur. Hann er aldrei að horfa á hann og hann er aldrei að reyna þetta,“ sagði Jóhannes Karl.

„Hann er bara að reyna að stíga hann út, er bara óheppinn finnst mér og lendir á löppinni á honum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

„Þetta er óheppni og það er alveg rétt hjá Arnari. Ég get samt alveg skilið að dómarinn gefi rautt spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes.

„Mér finnst þetta merki um skilningsleysi hjá dómaranum að hafa gefið rautt spjald þarna,“ sagði Arnar.

Messan fór líka yfir vítið sem var dæmt á Manchester United eftir aðra aðstoð frá myndbandsdómurum. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan.

Klippa: Meistaradeildarmessan: Umræða um rauða spjaldið á Rashford



Fleiri fréttir

Sjá meira


×