Innlent

Veru­leg aukning á tafarlausum dauða og Hvalur hyggst leita réttar síns

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hvalur hyggst leita réttar síns og Kristján hefur áður sagst stefna ótrauður áfram á veiðar.
Hvalur hyggst leita réttar síns og Kristján hefur áður sagst stefna ótrauður áfram á veiðar. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Hvals hf. hafa skilað inn skýrslu til Matvælastofnunar og Fiskistofu um hvalveiðarnar í haust. Í skýrslunni segir meðal annars að stöðvun veiðanna í tvígang hafi valdið stórfelldu fjárhagslegu tjóni og að Hvalur muni leita réttar síns.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

„Niður­stöðurn­ar eru já­kvæðar og sýna fram á að þróun og fjár­fest­ing okk­ar í veiðiaðferðum og veiðibúnaði eft­ir lok hval­vertíðar 2022 er að skila mark­tæk­um ár­angri. Ég bendi þó á að þess­ar breyt­ing­ar höfðu þegar verið inn­leidd­ar í júní 2023, áður en ráðherra tók ákvörðun sína um að stöðva hval­veiðar,“ er haft eftir Kristjáni Lofts­syni, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf.

Í skýrslunni segir að tafarlaus dauðatíðni langreyða hafi verið 80 prósent í haust, samanborið við 59 til 67 prósent í fyrra. Þetta megi rekja til þróunar og fjárfestinga í veiðiaðferðum og veiðibúnaði sem búið var að leggja í þegar hvalveiðar áttu að hefjast síðasta sumar.

„Ég er sann­færður um að notk­un raf­skutuls hefði aukið enn á skil­virkn­ina. Ég á satt best að segja erfitt með að skilja af hverju til­tekn­ir ein­stak­ling­ar býsn­ast yfir hug­mynd­um um notk­un raf­skutuls til að auka enn skil­virkni veiðanna, kannski ótt­ast þeir niður­stöðuna,“ seg­ir Kristján.

Í skýrslunni segir að megináskorunin sem fyrirtækið standi frammi fyrir „teng­ist fyrst og síðast því póli­tíska öldu­róti sem hef­ur verið um hval­veiðar og að tekn­ar séu meiri­hátt­ar ákv­arðanir um starf­semi fé­lags­ins án þess að laga­bók­stafn­um, þ. á m. stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um fé­lags­ins, sé sér­stak­ur gaum­ur gef­inn“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×