Innlent

Bílvelta í hvass­viðri við Ingólfs­fjall

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi slyssins á fimmta tímanum í dag.
Frá vettvangi slyssins á fimmta tímanum í dag. Vísir

Jeppi með hjólhýsi aftan í fór út af veginum í bílveltu á Suðurlandsvegi við Ingólfsfjall rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að dælubíll hafi verið sendur á staðinn ásamt mannskap. Hann viti ekki til þess að slys hafi orðið á fólki.

Afar hvasst er á svæðinu.

Lögregla stýrði umferð á svæðinu.Vísir/Egill
Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu við störf.Vísir/egill
Verulega hægðist á umferð í austurátt á meðan unnið er á vettvangi.Vísir/egill



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×