Fyrsta markið fyrir uppeldisfélagið tryggði sigur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fabio Mirretti hafði skorað fyrir öll ungmennalið Juventus og komst svo loks á blað fyrir aðalliðið í dag.
Fabio Mirretti hafði skorað fyrir öll ungmennalið Juventus og komst svo loks á blað fyrir aðalliðið í dag.

Þrátt fyrir mikla yfirburði mátti Fiorentina þola 0-1 tap gegn Juventus á Artemio Franchi leikvanginum í 11. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tvítugur leikmaður uppalinn hjá Juventus skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið og tryggði sigurinn. 

Fabio Miretti skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu eftir fyrirgjöf frá Filip Kostic á vinstri vængnum. Þetta var fyrsta mark hans fyrir aðallið félagsins, miðjumaðurinn er aðeins tvítugur að aldri, hann er uppalinn hjá Juventus frá 8 ára aldri og hefur leikið og skorað fyrir öll ungmennalið félagsins.

Fiorentina voru þó mun sterkari aðilinn allan leikinn, héldu boltanum rúmlega 70% af tímanum og áttu heilar 25 tilraunir að marki Juventus, aðeins fjórar þeirra rötuðu þó á markið.

Dusan Vlahovic fékk að heyra mikið baul og rasísk orð í sinn garð frá stuðningsmönnum Fiorentina sem kölluðu hann sígauna þegar hann mætti til leiks. Hann sat á bekknum, kom svo inn á 68. mínútu fyrir Moise Kean en tókst ekki að komast á blað.

Fiorentina gáfu allt sem þeir áttu í leit að jöfnunarmarkinu en varð ekki ánægjan úr erfiðinu í þetta sinn. Juventus styrkir stöðu sína í 2. sæti deildarinnar með þessum sigri og minnkar muninn að Inter í efsta sætinu niður í tvö stig. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira