Innlent

Engin vitni að banaslysinu í Hafnar­firði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Engin vitni urðu að slysinu upp úr klukkan fimm síðdegis á mánudaginn. Rannsóknarnefnd og lögregla voru að störfum langt fram á kvöld.
Engin vitni urðu að slysinu upp úr klukkan fimm síðdegis á mánudaginn. Rannsóknarnefnd og lögregla voru að störfum langt fram á kvöld. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 

Þetta kemur fram í svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu. 

Tilkynning um slysið barst þegar klukkan var tíu mínútur gengin í sex á mánudagseftirmiðdag. Átta ára drengur var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka og varð fyrir steypubíl. 

Í kvöld fer fram samverustund í Ástjarnarkirkju. Vísir/Vilhelm

Lögreglan sat í morgun fund ásamt bæjaryfirvöldum og verktaka sem sér um framkvæmdirnar við íþróttahús Hauka þar sem rætt var um aðstæður þarna á svæðinu. 

„Breytingar verða gerðar á næstu dögum er varðar umferð gangandi/hjólandi inn að Vallarhverfinu á þessum stað. Girðingar settar upp, nýr stígur malbikaður fjarri vinnusvæðinu. Umræddi götu (Ásvellir) verður lokað fyrir almennri umferð við vinnusvæðið,“ segir í svari lögreglunnar. 

Í kvöld fer fram opin samverustund í Ástjarnarkirkju þar sem fólk getur mætt og vottað hinum látna virðingu sína. 


Tengdar fréttir

„Það verður enginn ó­snortinn þegar svona gerist“

Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 

Opin sam­veru­stund vegna bana­slyssins

Opin samverustund verður haldin í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember, klukkan 18 vegna banaslyssins á Ásvöllum í gær.

Haukar og starfsfólk BM Vallár harmi slegin

Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×