Fótbolti

Sú besta í heimi beið í tuttugu mínútur eftir treyjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aitana Bonmati Ballon d'Or bikarinn sem hún fékk í gær.
Aitana Bonmati Ballon d'Or bikarinn sem hún fékk í gær. AP/Michel Euler

Spænski knattspyrnukonan Aitana Bonmatí fékk í gær Gullhnöttinn sem besti leikmaður kvenna á síðasta ári.

Það er enginn vafi í augum flestra að þarna erum við með bestu knattspyrnukonu heims í dag.

Bonmatí átti magnað tímabil með Barcelona og spænska landsliðinu og vann bæði Meistaradeildina sem og heimsmeistaratitilinn.

Bonmatí er 25 ára gömul og kom upp í gegnum unglingastarf Barcelona en hún hefur verið hjá félaginu síðan hún var fjórtán ára gömul.

Bonmatí er nú orðin ein stærsta fyrirmynd ungra knattspyrnukvenna en hún á sér líka sína uppáhaldsleikmenn.

Danska ríkisútvarpið rifjaði það upp eftir að Bonmatí féll Gullhnöttinn í gær þegar hún sýndi mikla þolinmæði síðasta sumar eftir leik í Danmörku.

Bonmatí beið þá í tuttugu mínútur eftir vináttulandsleik Spánar og Danmerku svo hún gæti fengið treyjuna hjá dönsku stórstjörnunni Pernille Harder.

Harder hefur átt magnaðan feril og er nú leikmaður Bayern München en lék áður með Chelsea og Wolfsburg.

Harder hefur orðið landsmeistari á átta síðustu tímabilum sínum sem atvinnumaður, fyrst með Linköping, þá fjórum sinnum með Wolfsburg og loks þrisvar sinnum með Chelsea. Hún hefur aftur á móti tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×