Innlent

Átta ára drengur lést í um­ferðar­slysi við Ás­velli

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um slysið við Ásvallalaug í Hafnarfirði síðdegis í gær.
Tilkynnt var um slysið við Ásvallalaug í Hafnarfirði síðdegis í gær.

Átta ára drengur lést í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í gær. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning um slysið barst viðbragðsaðilum klukkan 17:10 og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Slysið varð syðst á Ásvöllum við bifreiðastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Drengurinn var þar á reiðhjóli þegar hann varð fyrir steypubíl.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.


Tengdar fréttir

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

Alvarlegt umferðarslys varð við Ásvelli í Hafnarfirði síðdegis í dag, eða á sjötta tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×