Innlent

Braust inn vopnaður hníf og skar hús­ráðanda

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Brunavarnir Árnessýslu ákváðu að loka á starfsemi veitingastaðarins Erbil kebab tímabundið vegna aðbúnaðar.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Brunavarnir Árnessýslu ákváðu að loka á starfsemi veitingastaðarins Erbil kebab tímabundið vegna aðbúnaðar. Vísir

Maður braust inn í gistiaðstöðu starfsmanna á veitingastaðnum Erbil kebab á Selfossi í morgun vopnaður hníf. Hann var enn á staðnum þegar lögregla kom á vettvang og húsráðandi sem ætlaði að stöðva för mannsins hlaut skurðsár á hönd.

Lögreglumenn handtóku manninn á staðnum og var hann fluttur í fangageymslu. Húsráðandi var fluttur á sjúkrahús til meðhöndlunar á skurðsári, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

„Rannsókn málsins er enn í gangi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vegna aðbúnaðar á staðnum hafði lögregla samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Brunavarnir Árnessýslu sem komu á staðinn og ákváðu að loka á starfsemi veitingastaðarins tímabundið,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 

Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir í samtali við fréttastofu að húsráðandi hafi ekki særst illa og þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. Ekki sé hægt að gefa nánari upplýsingar um hvers vegna Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Brunavarnir Árnessýslu hafi ákveðið að loka tímabundið en það muni líklega hafa tengst kröfum sem gerðar eru samkvæmt rekstrarleyfi til dæmis í tengslum við brunavarnir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×