Enski boltinn

Getur ekki haldið upp á brúð­­kaups­af­­mælið vegna jóla­­­leiksins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karina og Mauricio Pochettino.
Karina og Mauricio Pochettino. getty/Pier Marco Tacca

Knattspyrnustjóri Chelsea segir að eiginkona sín sé ekkert sérstaklega sátt með að leikurinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni hafi verið færður yfir á aðfangadag.

Wolves og Chelsea áttu að mætast á Þorláksmessu en leikurinn var færður á aðfangadag. Því verður leikur á þeim degi í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 28 ár, eða síðan Leeds United sigraði Manchester United, 3-1, 1995.

Á blaðamannafundi í dag kvaðst Pochettino ekkert vera neitt yfir sig sáttur að spila á aðfangadag.

„Stuðningsmenn okkar eru ekki ánægðir og ekki ég heldur,“ sagði Pochettino. Þorláksmessa hefur sérstaka þýðingu fyrir hann.

„Þá er brúðkaupsafmæli hjá okkur konunni og ég þarf að ferðast til Wolves og verð ekki heima á Þorláksmessukvöld. Ég efast um að ég geti sannfært hana um að koma til Wolverhampton. Aðfangadagur er mikilvægur fyrir Argentínumenn og ég vonast til að komast tímanlega heim. Við erum ekki ánægðir.“

Chelsea mætir Brentford í hádeginu á morgun. Liðið er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir átta leiki.

Pochettino tók við Chelsea í sumar. Hann var síðast við stjórnvölinn hjá Paris Saint-Germain en er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham sem hann stýrði á árunum 2014-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×