Innlent

Bein út­sending: Sig­mundur Davíð á­varpar Mið­flokks­menn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur miklar áhyggjur af nýju reglunum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur miklar áhyggjur af nýju reglunum. Vísir/Vilhelm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mun flytja ræðu á landsþingi Miðflokksins klukkan 13 í dag.

Fjórða landsþing Miðflokksins verður haldið í dag og á morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. 

Á Facebook-síðu flokksins má sjá dagskrá þingsins sem inniheldur meðal annars vöfflukaffi í höfuðstöðvum flokksins í Hamraborg 1 síðar í dag.

Eftir ræðuna mun formaður afhenda Velferðar- og menntaviðurkenningu Miðflokksins til minningar um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur sem lést fyrr á þessu ári. Hún sat á Alþingi fyrir Miðflokkinn um nokkurra ára skeið.

Hægt verður að fylgjast með ræðunni í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×