Innlent

Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og búast má við langri bið.
Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og búast má við langri bið. Vísir/Vilhelm

Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu.

Fólk sem leitar á bráðamóttökuna vegna vægra veikinda eða slysa má búast við langri bið eftir þjónustu. Landspítalinn vakti athygli á þessu í tilkynningu í dag. Þar minnir hann einnig á að hjúkrunarfræðingar séu á vakt allan sólarhringinn í símann 1700 og á netspjall Heilsuveru.

Í tilkynningunni er bent á að Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut sé opin alla virka daga frá 17:00 til 22:00 og um helgar frá 9:00 til 22:00 og að á Heilsuveru sé þjónustuvefsjá þar sem hægt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×