Handbolti

KA komst aftur á sigurbraut

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Úr leik KA gegn Gróttu á síðasta tímabili.
Úr leik KA gegn Gróttu á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét

KA er komið aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Liðið vann þriggja marka útivallarsigur gegn Víkingi í 8. umferð Olís deildar karla. Þetta var annað tap Víkings í röð. 

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi lengst framan af en þegar líða tók á fundu Akureyringarnir forystuna og tókst að halda Víkingum frá sér það sem eftir lifði leiks. 

Jóhann Reynir Gunnlaugsson átti góðan leik í liði Víkings og skoraði 7 mörk. Einar Rafn Eiðsson leiddi markaskorun KA með 6 mörk, þar af 5 úr vítaskotum. Næstur á eftir honum í liði KA var Otto Varik sem setti 5 mörk. 

Með þessum sigri fer KA upp í 6. sæti deildarinnar með 8 stig, Víkingur situr rétt fyrir aftan þá í 8. sætinu með 6 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×