Skytturnar sóttu stigin þrjú til Spánar

Gabriel Jesus
Gabriel Jesus Vísir/getty

Fyrir leikinn í dag var Arsenal með þrjú stig í B-riðli eftir að hafa unnið PSV í fyrsta leiknum 4-0 en tapað fyrir Lens í síðustu umferð 2-1.

Arsenal fékk skyndisókn eftir hornspyrnu Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks og náðu þá forystunni. Gabriel Jesus fékk þá boltann rétt fyrir utan teig, sneri á varnarmann og fann Martinelli í hlaupi og var hann einn á móti markmanni, fór framhjá honum og kom boltanum í netið. Staðan 0-1 í hálfleik.

Gabriel Jesus var síðan aftur með boltann á 53. mínútu og nú alveg við endalínunina þar sem hann lék á varnamann, leitaði inn á teig áður en hann átti fast og hniðmiðað skot í fjærhornið. Algjörlega óverjandi og staðan orðin 0-2.

Leikmenn Sevilla voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og náðu þeir því að minnka muninn aðeins fimm mínútum síðar. Nemanja Gudelj skallaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu og staðan því orðin 1-2.

Lengra komst Sevilla þó ekki og lokatölur því 1-2 en Arsenal er því á toppi riðilsins með sex stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira