Fótbolti

Erfiður dagur hjá Albert og félögum gegn Atalanta

Siggeir Ævarsson skrifar
Albert var ekki jafn kátur í dag og þarna
Albert var ekki jafn kátur í dag og þarna Vísir/Getty

Albert Guðmundsson og félagar sóttu ekki gull í greipar Atalanta í ítölsku Seríu A deildinni í dag. Albert spilaði allan leikinn en uppskar lítið annað en gult spjald fyrir frammistöðu sína.

Leikurinn var tíðindalítill framan af. Atalanta voru meira með boltann og töluvert mæddi á Nicola Leali, markverði Genoa, sem náði að halda marki sínu hreinu fram á 68. mínútu þegar Ademola Lookman kom Atalanta yfir. Markið var skorað í VAR og fékk að lokum að standa.

Genoa eygðu enn von að ná í það minnsta stigi út úr leiknum en í uppbótartíma gerði Ederson út um leikinn með marki. Annað tap Genoa í röð staðreynd, en liðið er í 15. sæti eftir níu leiki með átta stig, fjórum stigum frá fallsæti. 

Atalanta eru aftur á móti í þokkalegum málum í 6. sæti með 16 stig, en 6. sætið er Evrópusæti í ítölsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×