Handbolti

Eyjamenn sterkari á lokasprettinum

Siggeir Ævarsson skrifar
Elmar Erlingsson var drjúgur fyrir Eyjamenn í dag og skoraði sjö mörk
Elmar Erlingsson var drjúgur fyrir Eyjamenn í dag og skoraði sjö mörk Vísir/Hulda Margrét

Boðið var upp á spennandi leik þegar Íslandsmeistarar ÍBV tóku á móti Valsmönnum í dag, en Valsmenn voru ósigraðir á toppi deildarinnar með tólf stig fyrir leikinn meðan Íslandsmeistarnir sátu í 5. sætinu með sjö stig.

Jafnt var á flestum tölum fram eftir leik þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Valsmenn náðu þó aðeins að komast yfir tvisvar í leiknum. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var staðan 31-30 og Eyjamenn tóku leikhlé, sem Valsmenn fögnuðu mjög af einhverjum sökum.

Í kjölfarið kom góður kafli hjá heimamönnum sem komust þremur mörkum yfir en Valsarar voru ekki hættir og minnkuðu muninn aftur í eitt mark. Þá loksins náði ÍBV að setja þumalskrúfurnar á Valsmenn og komust í 37-33 og tíminn að hlaupa frá Valsmönnum.

Lokatölur leiksins 38-33 og Eyjamenn fyrstir til að leggja Valsarar að velli þetta tímabilið.

Elmar Erlingsson var markahæstur Eyjamanna með sjö mörk, þar af fjögur úr vítum. Daniel Esteves Vieira skoraði einnig sjö mörk og tók aðeins átta skot.

Hjá Val var Róbert Aron Hostert markahæstur með sex mörk. 

Markverðir beggja liða hafa oft átt betri dag. Björgvin Páll Gústavsson varði sjö bolta og Petar Jokanovic, markvörður ÍBV, sömuleiðis sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×