Fótbolti

Lands­liðs­strákar kepptu í spurninga­keppni: Hótaði að kæra keppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson, Orri Steinn Óskarsson og Guðmundur Þórarinsson höfði gaman af öllu saman.
Jón Dagur Þorsteinsson, Orri Steinn Óskarsson og Guðmundur Þórarinsson höfði gaman af öllu saman. KSÍ

Íslensku landsliðsmennirnir Jón Dagur Þorsteinsson og Guðmundur Þórarinsson skemmtu sér og öðrum í spurningakeppni á hóteli íslenska landsliðsins í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein í undankeppni EM í kvöld.

Strákarnir fengu þarna spurningar tengdar íslenska A-landsliðinu í fótbolta eða landsliðsmönnum og þeir voru nú með flest svörin á hreinu.

Það var spurt um landsliðsþjálfara, landsliðsmenn, markaskorara úr frægum landsleikjum, leikmenn í hundrað landsleikja klúbbnum og fleira.

Þetta snerist oft um að vera nógu fljótur að svara og þar er ljóst að snöggur kantmaðurinn í íslenska landsliðinu er ekki bara fljótur inn á vellinum.

Reyndar var stundum grunur um þjófstarf hjá kappanum og því kom léttvæg hótun um að kæra keppnina og ásökun um að hafa mútað dómaranum en allir höfðu þó gaman af þessu á endanum.

Hér fyrir neðan má sjá spurningakeppni strákanna og líka frábæra innkomu Orra Steins Óskarssonar.

Klippa: Spurningakeppni landsliðsstráka



Fleiri fréttir

Sjá meira


×