Handbolti

Teitur var sjóðandi heitur í Íslendingaslag

Smári Jökull Jónsson skrifar
Teitur Örn og félagar í Flensburg fóru með sigur af hólmi í dag.
Teitur Örn og félagar í Flensburg fóru með sigur af hólmi í dag. Vísir/Getty

Teitur Örn Einarsson átti mjög góðan leik þegar lið hans Flensburg mætti Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Flensburg var í 6. sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag eftir fyrstu átta leikina en Balingen í næst neðsta sæti en þeir Oddur Grétarsson og Daníel Ingason leika með síðarnefnda liðinu.

Teitur hefur fengið takmarkað af tækifærum með Flensburg að undanförnu og hafði aðeins skorað í einum leik á tímabilinu fyrir leikinn gegn Balingen.

Hann lét hins vegar taka til sín í dag. Hann var markahæstur í liði Flensburg með sjö mörk auk þess að leggja upp eitt mark. Flensburg var með 15-14 forystu í hálfleik en náði betri tökum á leiknum í seinni hálfleik og var komið í 25-20 forystu þegar hálfleikurinn var hálfnaður.

Þeir unnu að lokum fjögurra marka sigur. Lokatölur 32-28 og Flensburg lyftir sér þar með upp í fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með 12 stig eftir níu umferðir en Fusche Berlin er á toppnum með fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×