Handbolti

Elliði með ellefu og Gummersbach kleif upp fyrir Kiel

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elliði Snær Viðarsson skoraði ellefu mörk fyrir Gummersbach í sigrinum gegn Eisenach.
Elliði Snær Viðarsson skoraði ellefu mörk fyrir Gummersbach í sigrinum gegn Eisenach. Vísir/Getty

Elliði Snær Viðarsson var markahæstur með 11 mörk í 37-31 sigri Gummersbach gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í næstefstu deild hömpuðu Bjarni Ófeigur og Sveinn Jóhannsson sigri með liðsfélögum sínum í Minden. 

Elliði átti frábæran dag og lauk leiknum með 11 mörk, 92% skotnýtingu og gaf auk þess tvær stoðsendingar. Gestirnir náðu að halda í Gummersbach fyrstu tíu mínútur leiksins en misstu þá fram úr sér eftir það og áttu ekkert endurkomu erindi. 

Fimm marka munur var milli liðanna í hálfleik og Eisenach náðu mest að minnka það niður í þrjú en sigurinn var raunar aldrei í hættu fyrir lærisveina Guðjóns Vals í Gummersbach og þeir koma sér upp í 6. sæti deildarinnar, einu stigi fyrir ofan meistarana í Kiel. 

Minden náði í sinn annan sigur á tímabilinu í næstefstu deild gegn TUS Vinnhorst, lokatölur urðu 30-26. Bjarni Ófeigur skoraði þrjú mörk, Sveinn Jóhannsson skoraði tvö, gaf eina stoðsendingu og stal einum bolta.  Eftir sex umferðir situr Minden í 12. sæti deildarinnar, andstæðingar þeirra eru sigurlausir á botni deildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×