Innlent

Banaslys á buggybíl á Skógaheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglu á Suðurlandi barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag.
Lögreglu á Suðurlandi barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag.

Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls.

Slysið átti sér stað á Skógaheiði.Landmælingar Íslands

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögregluþjónar, sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir hafi farið á vettvang, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.

Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var maðurinn úrskurðaður látinn.

Lögreglan er með tildrög slyssins til rannsóknar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×