Erlent

Vann 245 milljarða í Power­ball-lottóinu

Atli Ísleifsson skrifar
Líkurnar á fyrsta vinningi í Powerball-happdrættinu er einn á móti 292,2 milljónum.
Líkurnar á fyrsta vinningi í Powerball-happdrættinu er einn á móti 292,2 milljónum. EPA

Heppinn happdrættismiðaeigandi í Kaliforníu í Bandaríkjunum vann 1,76 milljarða Bandaríkjadala, um 245 milljarða króna, í Powerball-happdrættinu í gær.

BBC segir frá því að ekki hafi gefnar upp nánari upplýsingar um vinningshafann.

Fram kemur að vinningshafinn hafi val um að fá vinninginn í eingreiðslu eða vinningsfjárhæðina greidda út yfir þrjátíu ára tímabil.

Um er að ræða næsthæsta vinninginn í sögu happdrættisins, en sá stærsti, 2,04 milljarðar dala, var í nóvember 2022. Sá miði var einnig keyptur í Kaliforníu.

Líkurnar á fyrsta vinningi í Powerball-happdrættinu er einn á móti 292,2 milljónum. Þarf að velja fimm tölur á milli 1 og 69, auk þess að velja sérstaklega sjöttu töluna, svokallaða Powerball-tölu, milli 1 og 26.

Vinningsmiðinn nú var keyptur í Midway Market & Liquor í Frazier Park, norður af Los Angeles. Miðinn kostar tvo dali og eru seldir í Bandaríkjunum, Púertó Ríkó og Bandarísku jómfrúareyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×