Innlent

Kanna fýsi­leika jarð­ganga til Vest­manna­eyja

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristín Jónsdóttir er formaður nefndarinnar.
Kristín Jónsdóttir er formaður nefndarinnar. Vísir/Vilhelm

Inn­viða­ráð­herra hefur skipað starfs­hóp um könnun á fýsi­leika jarð­ganga á milli lands og Vest­manna­eyja. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

Þar kemur fram að skipunar­tími starfs­hópsins nái frá 15. septem­ber og til verk­loka sem eru á­ætluð eigi síðar en 31. júlí 2024. Hópurinn hefur þegar hafið störf og fundaði föstu­daginn 6. októ­ber síðast­liðinn.

Starfs­hópurinn hefur það hlut­verk að setja fram sviðs­myndir um mis­munandi út­færslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Þá á starfs­hópurinn að leggja fram kostnaðar­metna á­ætlun um þær rann­sóknir og greiningar sem fram­kvæma þarf, svo hægt verði að leggja endan­legt mat á fýsi­leika jarð­ganga til Vest­manna­eyja.

Starfs­hópurinn mun skila inn­viða­ráð­herra skýrslu um niður­stöður starfs­hópsins, val­kostum, arð­semis­mati og til­lögum að næstu skrefum, byggt á fyrir­liggjandi vísinda­gögnum og nýjustu upp­lýsingum.

Starfshópinn skipa:

  • Kristín Jónsdóttir, formaður, án tilnefningar,
  • Freysteinn Sigmundsson, án tilnefningar,
  • Freyr Pálsson, tilnefndur af Vegagerðinni,
  • Anton Kári Halldórsson, tilnefndur af Rangárþingi Eystra,
  • Gylfi Sigfússon, tilnefndur af Vestmannaeyjabæ.

Björn Ágúst Björnsson verkfræðingur og sérfræðingur í arðsemisgreiningum mun starfa með hópnum.

Nefndin fundaði síðastliðinn föstudag.Stjórnarráðið.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×