Handbolti

Vals­menn enn ó­sigraðir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í liði Vals.
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í liði Vals. vísir/Diego

Valur lagði Stjörnuna með sex marka mun í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta, lokatölur 34-28. Valur er með fullt hús stiga að loknum sex umferðum á meðan Stjarnan er í basli.

Sóknarleikur Stjörnunnar var varla til staðar í fyrri hálfleik en Valsmenn voru að sama skapi nokkuð lengi í gang. Staðan í hálfleik var 14-9 og þó bæði lið hafi fundið betri takt sóknarlega í síðari hálfleik þá tókst gestunum aldrei að vinna sig inn í leikinn af neinu viti.

Lokatölur 34-28 og Valur með sex sigra í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Stjarnan hefur á sama tíma aðeins unnið einn leik og er komin í fallsæti.

Benedikt Gunnar Óskarssonvar markahæstur í liði Vals með 8 mörk. Þar á eftir kom Magnús Óli Magnússon með 6 mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 11 skot í markinu og var með 33 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Hjá Stjörnunni skoraði Tandri Már Konráðsson 9 mörk á meðan þeir Sigurður Dan Óskarsson og Adam Thorstensen vörðu 18 skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×