Fótbolti

Var með Mbappé í vasanum og fékk svo treyjuna hans fyrir soninn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jacob Trippier í Mbappé-treyjunni sem pabbi hans náði í fyrir hann.
Jacob Trippier í Mbappé-treyjunni sem pabbi hans náði í fyrir hann. instagram-síða kierans trippier

Kieran Trippier og félagar hans í Newcastle United unnu frækinn sigur á Paris Saint-Germain, 4-1, í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í tuttugu ár. Eftir leikinn rættist líka draumur sonar Trippiers.

Stórstjörnur PSG áttu fá svör við ákveðnum leikmönnum Newcastle á St James' Park í gær. Miguel Almirón, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schär skoruðu mörk Skjóranna á eftirminnilegu Evrópukvöldi.

Trippier stóð að vanda fyrir sínu í vörn Newcastle sem hafði góðar gætur á Kylian Mbappé og félögum í sóknarlínu PSG.

Sonur Trippiers, hinn sex ára Jacob, er mikill aðdáandi Mbappés og að sögn pabbans gerir strákurinn lítið annað en að horfa á myndbönd af Frakkanum. Jacob sagðist líka frekar vilja ganga út á völlinn með Mbappé en pabba sínum.

Eftir leikinn í gær fékk Trippier treyju Mbappés og gaf syni sínum hana. Hann birti mynd af Jacob í Mbappé-treyjunni á Instagram.

Newcastle er með fjögur stig á toppi D-riðils Meistaradeildarinnar. Í næstu tveimur leikjum sínum í keppninni mætir liðið Borussia Dortmund.

Næsti leikur Newcastle í ensku úrvalsdeildinni er gegn West Ham United á útivelli á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Magnaður sigur í fyrsta heimaleiknum í tuttugu ár

Newcastle United vann frábæran sigur á PSG í fyrsta heimaleik liðsins í Meistaradeildinni í tuttugu ár. Kylian Mbappe og félagar sáu aldrei til sólar í norðurhluta Englands í kvöld.

Fá slæma út­reið heima fyrir eftir niður­­lægingu gær­­kvöldsins

Leik­menn Frakk­lands­meistara PSG fá slæma út­reið í franska stór­blaðinu L'Equ­i­pe í dag eftir af­hroð liðsins gegn New­cast­le United í 2.um­ferð riðla­keppni Meistara­deildar Evrópu. Stjörnu­leik­maður liðsins, Kyli­an Mbappé er einn þeirra sem fær fall­ein­kunn frá blaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×