Innlent

Varpaði mynd af Svan­­dísi á skjá og skaut föstum skotum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Áslaug sló á létta strengi í ræðu sinni og sagði frá eigin reynslu af sjó. Því næst ræddi hún samráðherra sinn í ríkisstjórn og varpaði mynd af henni upp á vegg.
Áslaug sló á létta strengi í ræðu sinni og sagði frá eigin reynslu af sjó. Því næst ræddi hún samráðherra sinn í ríkisstjórn og varpaði mynd af henni upp á vegg.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, á­varpaði stjórn­endur í sjávar­út­vegi í gær í Hörpu á Sjávar­út­vegs­daginn. Hún sagði freistandi að ræða mál­efni líðandi stundar og nefndi sér­stak­lega Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, en sagðist þess í stað ætla að ræða ný­sköpun í sjávar­út­vegi.

Ás­laug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á ver­tíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Ís­lendingar al­mennt vera að sofna á verðinum í ís­lensku sam­fé­lagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að um­tals­efni.

Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan.

Sagði Svan­dís vera sam­nefnara regluverka og eftirlits

„Ég viður­kenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um mál­efni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gull­húðun ís­lenskra stjórn­valda og þungt reglu­verk ESB. Ég gæti rætt um hval­veiðar. Nú eða sjó­kvía­eldið. Eða bara Sam­keppnis­eftir­litið og jafn­vel verk­taka þess, ráðu­neytið, sem er ein­mitt í sama húsi í B26,“ sagði Ás­laug.

„Ég gæti líka rætt sam­nefnarann yfir þetta flest. Svan­dísi Svavars­dóttur. Sem situr með mér í ríkis­stjórninni, ríkis­stjórninni sem þið auð­vitað elskið öll svo heitt og inni­lega. Og um hana get ég sagt eitt, sem­sagt ríkis­stjórnina, en ekki Svan­dísi: Þessi ríkis­stjórn er skárri með Sjálf­stæðis­flokknum en án hans.“

Á meðan Ás­laug minntist á sam­ráð­herra sinn var sam­settri mynd af Svan­dísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráð­herrann, sjó og kýr­auga. Því næst sagðist Ás­laug ekki ætla að ræða þetta, heldur ný­sköpun í sjávar­út­vegi og hóf hún þá að ræða það.

Svan­dís oft milli tannanna á Sjálf­stæðis­mönnum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálf­stæðis­menn skjóta föstum skotum að Svan­dísi Svavars­dóttur. Eins og al­kunna er voru sam­starfs­menn hennar í ríkis­stjórn afar ó­sáttir við á­kvörðun hennar um að stöðva hval­veiðar í sumar.

Sagðist Vil­hjálmur Árna­son, ritari Sjálf­stæðis­flokksins, meðal annars í lok ágúst ekki úti­loka að flokkurinn myndi styðja van­trausts­til­lögu á hendur Svan­dísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ó­lög­legt. Sagði hann af­stöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði fram­lengt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×