Lífið

Eigandi Tulipop selur sjarmerandi miðbæjarperlu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Signý er annar eigandi ævintýralega fyrirtækisins Tulipop.
Signý er annar eigandi ævintýralega fyrirtækisins Tulipop. Signý Kolbeinsdóttir

Signý Kolbeinsdóttir vöruhönnuður og hugmyndasmiðurinn á bak við töfraheim Tulipop hefur sett sjarmerandi íbúð sína við Grettisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 90,9 milljónir.

Um er að ræða 133,5 fermetra íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi, byggt árið 1949. Íbúðin er björt og skemmtilega innréttuð þar sem litadýrðin er allsráðandi.

Eldhús og stofa eru samliggjandi við fagurgrænan stofuvegg. Í eldhúsi er svört og stílhrein eldhúsinnrétting þar bjartir og litríkir innanstokksmunir lífga upp á rýmið. Útgengt er úr eldhúsi á suður svalir. 

Kristján Orri Jóhannsson
Kristján Orri Jóhannsson

Grænar plöntur í stíl við vegginn 

Ljósgrár Ethnicraft N701sófi, hannaður af belgíska hönnuðinum Jacques Deneef, prýðir stofuna. 

Við borðstofuborðið má sjá ólíkar gerðir af stólum raðað saman sem skapar skemmtilega og líflega stemmningu. Þar á meðal eru þrjár gerðir af Eames stólum hannaðir af bandarísku hjónunum Ray og Charles Eames árið 1950. 

Kristján Orri Jóhannsson
Kristján Orri Jóhannsson

Á fasteignavef Vísis kemur fram að íbúðin skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpshol, eldhús og bjarta stofu. Auk þess er útleiguherbergi með sameiginlegri eldhúsaðstöðu og baðherbergi í risi ásamt rúmgóðri sérgeymslu.

Kristján Orri Jóhannsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×