Innlent

Snjó­bíll valt við björgun bíls sem valt

Árni Sæberg skrifar
Snjóbíll frá landsbjörgu valt. Þessi snjóbíll tengist fréttinni ekki beint.
Snjóbíll frá landsbjörgu valt. Þessi snjóbíll tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Stór breyttur jeppi á vegum Útivistar valt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Fimmvörðuskála, í gær. Snjóbíll sem sendur var frá Hvolsvelli til að bjarga fólki um borð valt líka. Báðir bílar eru enn á hliðinni.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að fólkið hafi verið á leið frá Fimmvörðuskála eftir að hafa gengið frá skálanum fyrir veturinn. 

Aðkoma að skálanum hafi breyst nokkuð á undanförnum árum vegna bráðnunar íss og fara þurfi um bratta brekku. Jeppinn hafi oltið í brekkunni en engin slys orðið á fólkinu um borð. Það hafi þó verið fast inni í bílnum.

Beðið með að ná fólkinu út

Jón Þór segir að snjóbíll og mannskapur hafi verið sendur frá Hvolsvelli til þess að ná fólkinu út úr bílnum og rétt hann við. Þegar á vettvang var komið hafi verið ákveðið að bíða með að ná fólkinu út á meðan bíllinn var tryggður. Eftir nokkra stund hafi það tekist og fólkinu náð út úr bílnum óhultu.

Það hafi þó ekki farið betur en svo að snjóbíllinn valt líka. Báðir bílar séu enn á hliðinni.

Fjöldi fólks sendur úr bænum

Nú eru björgunaraðgerðir að hefjast fyrir austan og að sögn Jóns Þórs hafa þrír öflugir snjóbílar verið sendir úr bænum ásamt nokkrum fjölda svokallaðra buggy-bíla og mannskap.

Hann býst við því að aðgerðir muni taka nokkuð langan tíma þar sem aðstæður eru erfiðar á Fimmvörðuhálsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×